Maskne - hvað er það?

Ég fékk snyrtifræðimeistarann og húðumhirðu snillinginn hana Hildi Elísabetu Ingadóttur til að setjast niður með mér til að fræða okkur um eitthvað sem fólk um allan heim er að kynnast í dag...„Maskne“!

Maskne er stytting á ensku orðunum mask acne sem lýsir húðástandi sem myndast við mikla grímunotkun. Á þessum fordæmalausu tímum er okkur skylt að nota grímur í návígi við fólk sem við umgöngumst ekki daglega, sem þýðir að flest okkar finna fyrir einhverjum óþægindum af þessum sökum. En málið er að of mikil grímunotkun getur haft neikvæð áhrif á húð í andliti. Birtingamyndirnar geta verið af ýmsum toga, m.a. bólur, roði og erting í kringum munn, á kinnum og kjálkasvæði.

Þetta gerist vegna þess að sviti, húðolíur, raki og bakteríur blandast saman í lokuðu umhverfi undir grímunni. Gríman veldur líka ertingu vegna núnings við húðina sem veldur skemmdum á varnarhjúp húðar.

Þetta er í raun húðástand sem heitir mechanica sem er húðvandamál af völdum þrýstings, núnings, nuddi, kreisti eða því að teygja húðina. Þetta er ólíkt hefðbundnu acne sem er tilkomið vegna hormóna, og myndast það aðeins þar sem gríman liggur á húðinni. Heilbrigð húð hefur eðlilegt magn af bakteríum og gerlum sem lifa þar góðu lífi, en þegar húðholurnar stíflast þegar húðin svitnar undir grímunni, þá fjölga þessar bakteríur sér og valda bólum og jafnvel kýlum. Þetta, í bland við núning frá grímunni, veldur því að húðin hreinlega fer í algert rugl. Þegar gríman nuddast við þurra húð geta hársekkir í andliti opnast og gefið bakteríum greiðan aðgang að húðinni og þetta veldur sýkingum og bólumyndun.

Eins og gefur augaleið er nauðsynlegt að meðhöndla maskne húð rétt. Það sem við viljum umfram allt gera er að auka endurnýjun húðar. Alltaf yfirborðshreinsa hana tvisvar á dag með /skin regimen/ cleansing cream eða Essential Milk frá [comfort zone] og djúphreinsa hana tvisvar til þrisvar í viku með /skin regimen/ enzymatic powder eða Essential Scrub frá [comfort zone] og nota góðan raka sem hentar þinni húðgerð. Eins getur verið gott að bæta ávaxtasýrum inn í daglega húðumhirðu eins og til dæmis Sublime skin peel pads frá [comfort zone] til að auka frumuendurnýjun enn frekar. Það er nauðsynlegt að nota maska sem hentar þinni húðgerð 1x í viku. [comfort zone] býður upp á gott úrval af möskum fyrir allar húðgerðir og húðástand. Gott er að nota Active Purness Corrector frá [comfort zone] staðbundið á bólur og útbrot. Hér má sjá lista yfir sölustaði [comfort zone].

Það er mjög gott að undirbúa húðina vel undir grímunni og sniðugt að sleppa því að vera með gloss eða varalit þar sem það klínist auðveldlega í grímuna og getur þá smitað í húðina í kring um munninn auk þess sem það styttir líftíma grímunnar. Ekki nota mikið af þykkum farða heldur velja jafnvel léttari og rakameiri farða. Það þarf að næra húðina vel og lykilatriði er að skipta reglulega um grímu, sérstaklega ef um pappagrímu er að ræða. Það er best fyrir húðina að nota grímu úr bómull eða silki og þvo hana eftir hverja notkun. Þá mælum við með hreinsiefninu Disicide Laundry sem sótthreinsar þvott við 30°C.

Hugum að einstaklingsbundnum smitvörnum, en gleymum ekki að hugsa vel um húðina!

Baldur Rafn og Hildur


Langir dagar, stuttar nætur og sólskin

Eins og flest allir íslendingar, þá elska ég sól og sumar en hef með árunum orðið meðvitaðri um skaðlegu áhrif blessuðu sólarinnar. Mig langaði til þess að deila með ykkur þessum mikilvægu upplýsingum og fékk hana Hildi Elísabetu snyrtifræðing til þess að segja okkur aðeins frá mikilvægi sólarvarnar.

 

Það er dásamlegt þegar að sólin fer að hækka á lofti og við förum að njóta geisla hennar og hita. En eins dásamleg og sólin er þá skaðsemi hennar á húð og hár mikil.  Jafnvel þegar skýað er út þá skaðar sólin okkur. Neikvæð áhrif sólar á húðina eru ekki síðri en af völdum reykinga og umhverfismengunar, hvað varðar hrukkumyndun, litabreytingar, rakatap, frumuskemmdir og húðkrabbamein.

Það eru þrjár gerðir sólargeisla sem valda hvað mestum skaða UVA, UVB og UVC. UVC geislarnir valda skaða í mikilli hæð s.s. á fjöllum og yfirleitt er talið að osonlagið verndi okkur fyrir þeim, en þar sem mannkynið hefur valdið miklum skaða á því þá eru komin stór göt í það og ekki lengur hægt að treysta á vernd þess.  Það er mjög mikilvægt að nota alltaf breiðvirka sólarvörn sem verndar okkur sem mest og þá horfum við helst á UVA og UVB vörn. 

UVA geislar eru mýsnar sem læðast en við finnum ekki alltaf fyrir þeim þeir komast í gegnum gler í bílum og húsum, þannig að ef að við sitjum við glugga alla daga að þá mun sólin valda húðinni skaða. UVB geislar komast almennt ekki í gegnum gler.  Við megum ekki gleyma bláu geislunum sem koma frá skjátækjum s.s. tölvur, snjallsímar og spjaldtölvur en þeir skaða ekki bara augun því rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir brjóta niður kollagen og elastín húðar og valda ótímabærri öldrum.  Þennan skaða er hægt að minnka með því að stilla skjátæki á blue filter eða fá hreinlega blue filter filmu til þess að líma yfir skjáinn á tækinu. Einnig eru til sérstakar varnir fyrir húðina sem vernda gegn bláum geislum og þær þarf að nota allan ársins hring.

Það er nánast ómögulegt að viðhalda æskuljóma húðar án þess að nota sólarvörn daglega. Öll vera í sól sama hversu stutt mun skaða húðina.  Flest höldum við að það sé nóg að nota sólarvörn þegar að við förum í sund, sólbað eða þegar að við ætlum að eyða lengri tíma utandyra. En staðreyndin er sú að sólarskaði og frumuskaði byrjar um leið og við löbbum út úr húsinu í dagsbirtu.

Margir velta fyrir sér hvað SPF þýðir og hver er munurinn á t.d. SPF 30 og SPF 50. SPF stendur fyrir sun protection factor og talar þá um verndarstyrk gegn UVB sem eru geislarnir sem valda frumuskaða og húðkrabbameini.  Ef þú getur verið í sól í 10 mínútur án þess að roðna þá ætti SPF 30 að leyfa þér að vera í 30x þann tíma án skaða sem eru c.a. 300 mínútur, og þá væri SPF 50 vera í sólinni 50x tíminn sem þú getur verið án þess að roðna. En það miðast við að þú sért dugleg(ur) að bera á þig reglulega alls ekki sjaldnar en á 2 tíma fresti. Þættir sem þarf einnig að taka til greina er staðsetning við miðbaug jarðar og tegund útiveru, t.d. skiptir málið hvort þú ert úti í garði eða í sundi því það hefur áhrif á endurkast og styrk sólargeisla.

[comfort zone] býður upp á mjög gott úrval breiðvirkra sólarvarna (UVA og UVB) sem eru bæði góðar fyrir þig og umhverfið. Margir gera sér ekki grein fyrir því hvaða áhrif sólarvörn getur haft á umhverfið og þá sérstaklega lífríki sjávar, en í stuttu málið skolast sólarvarnarfilterar af húðinni í vatni og aflita og  drepa kóralrifin sem eru regnskógar sjávar.  Sólarlínurnar eru tvær Sun soul og Watersoul. Engin sólarvörn er vatnsheld eða svitaheldar sama hvað stendur á umbúðunum.  En þær geta verið vatnsþolnar eða svitaþolnar  en yfirleitt er talað um í 40 mínútur eða 80 í mínútur. Sun soul ver í 40 mínútur og Watersoul í 80 mínútur Watersoul hentar betur fyrir þá sem eru mikið í vatni eða veiði. Sun soul hentar vel fyrir almenna notkun fjölskyldunnar.

 

 


Sól sól skín á mig!

Þeir eru fáir Íslendingarnir sem ekki elska að henda sér út í sólina um leið og hún mætir á svæðið. En eins dásamleg og sólin er þá hefur hún skaðleg áhrif á húð og hár. Það er því mikilvægt að verja sig fyrir skaðlegum geislum hennar… líka þegar er skýjað!

Sólin upplitar hárið á okkur. Sumum finnst frábært að fá smá “sólarstrípur í hárið” en málið er bara miklu verra og flóknara en það. Sólargeislar brjóta niður prótín og litafrumur hársins sem gerir hárið svo veikbyggt að það getur farið að brotna.

IMG_0578UVA og UVB geislar sólar skaða varanlega ysta lag hársins sem kallast Cuticle. Einkenni sólarskaða eru litabreytingar, þurrt og brothætt hár, klofnir endar, hár þynning og úfin hár. Sólarskaðað hár er sjáanlega þurrt og mjög þurrt viðkomu. Ef þú ert svo með þunnt eða fíngert hár þá er mikil hætta á því að skaða húðina í hársverðinum varanlega og í slæmum tilfellum getur það valdið húðkrabbameini. Sólargeislar, eins og allir vita, auka D-vítamín í líkamanum en þeir valda líka skaða á hársverðinum. Húðin í hársverðinum verður nefninlega fyrir sama skaða og húðin annarstaðar á líkamanum ef við verndum hana ekki.

Sólargeislar valda ekki ósvipuðum skaða á hárinu og mikil aflitun. Náttúrulega ljóst hár er viðkvæmara í sól og það er sérstaklega mikilvægt að verja krullað og liðað hár fyrir geislum sólar þar sem krullurnar eru mjög viðkvæmar fyrir sólinni. Og eitt sem allir þurfa að hafa í huga: allur hárlitur dofnar og er viðkvæmari í sól!

suneditionÞað sem þarf að huga að áður en farið er í sól er að sjálfsögðu sólarvörn fyrir hár og hársvörð, gott sjampó sem hreinsar vel burt klór og salt og vinnur gegn stakeindum. Svo er algjört möst að eiga góðan rakamaska eða rakamikla næringu til þess að vinna upp rakatap sem verður í sól.

Bæði Davines og label.m bjóða upp á flottar vörur sem henta þeim sem ætla að njóta í sólinni í sumar. Í SU línunni frá Davines er geggjuð nærandi mjólk sem ver hárið fyrir sól, verndar lit og viðheldur raka. Í Sun Edition línunni frá label.m er prótín sprey og olía sem verja hárið fyrir sól, klór og salti. Báðar línurnar innihalda sjampó sem er gott til að ná salti, svita og klór úr hárinu og maska sem eru geggjaðir til að næra hárið þegar inn úr sólinni er komið!

 


Að velja sér sitt sjampó

Hversu margir eiga bara eina týpu af sjampói?

Það er bara alveg í lagi ef hún hentar þér og þú ert ánægð/ur með hárið þitt OG hársvörðurinn er í lagi líka, en annars gætir þú þurft að endurskoða úrvalið í baðskápnum eitthvað. Í þessum skrifum ætla ég aðeins að renna yfir mína hlið á þessum málum og hversu mikilvægt er að velja rétta vöru fyrir hvert og eitt ástand eða vandamál. 

Það var oft sagt að það ætti að skipta um hárvörur reglulega og við það yrði hárið betra. Ég vil meina að þessi pæling að skipta um sjampó (þegar ég segi sjampó, þýðir það sjampó og hárnæring) hafi komið upp fyrir ansi mörgum árum síðan þegar úrvalið var hugsanlega ekki svona mikið eins og er í dag hjá okkur og gæði varanna mun minni en í dag. Líklega var ástæðan fyrir þessum ráðleggingum sú að hárið var jafnvel að yfirhlaðast af óæskilegum efnum sem gerðu það að verkum að hárið þoldi ekki meira og varð betra við það að breyta. Einnig gæti það spilað inn í að eins og með húðina okkar, ef við vöndum ekki valið á því sem við notum verður hún ekki eins og við viljum eða líður best með. 

Ef við setjum þetta aðeins í samhengi þá má segja að það sé nánast sama hvaða krem við notum fyrir húðina okkar, ef við hreinsum hana ekki á undan, bæði yfirborðshreinsun og 1-2x í viku að djúphreinsa hana, þá gera þau ekkert gagn. Við erum ekki bara að hreinsa heldur að gera þeim flottu og rándýru vörum sem við eigum leið til að komast inn og vinna á því sem við ætluðumst til af vörunni. Og þetta er nákvæmlega eins með hárið.

Algengir hlutir sem bera oftast á góma þegar spurt er „segðu mér frá hárinu þínu?“ eru eftirfarandi:

Það er svo þurrt
Það er svo flatt
Það er svo líflaust 
Það er svo úfið
Það brotnar svo mikið
Það er svo krullað
Það er svo slétt
Það er allt of mikið
Það er svo fíngert
Liturinn lekur alltaf svo fljótt úr
Flasa 
Hárlos
Kláði í hársverði
Feitur hársvörður

Þetta eru bara nokkur atriði sem mér dettur strax í hug og líklega tengir þú við eitthvað af þessu, jafnvel nokkur af þessum atriðum, það er algengast. Og þá gefur það alveg auga leið að eitt sjampó er ekki nóg til að fullnægja þínum þörfum. 

Hér á landi erum við nokkuð dugleg við að lita á okkur hárið. Ef við tökum ljóst hár sem dæmi þá það er í 90% tilfella þurrt, mikið þurrt eða jafnvel bara mjög mikið eða illa farið. Svo af því að við búum á ÍSlandinu góða þá sveiflast hitastigið mikið sem gerir það að verkum að við fáum þurran hársvörð. Þarna erum við komin með hár sem þarf amk 2 týpur af sjampói.

Önnur týpan er sérstaklega fyrir hársvörðinn en gerir lítið fyrir hárið sjálft og oft á tíðum gerir það jafnvel bara leiðinlegra. Þess vegna notum við það fyrst og nuddum vel í hársvörðinn, leyfum að bíða í 3-5 mín og erum ekkert að baksa við a nudda því út í endana. Fyrir þetta verð ég að mæla með sjampói frá davines sem ég held reyndar að allir á Íslandi þekki og heitir Purifying sjampó. Það gerir krarftaverk. Þar skal fara eftir leiðbeiningum og nota í nokkrar vikur 2-3x í viku, minnka svo og hætta alveg eftir ca 6 vikur þar til blessuð flasan fer aftur að kíkja. Ef hún gerir það er gott að taka Purifying aftur upp.

Í þessari sömu sturtuferð, eftir að hafa notað sjampóið sem er sérstaklega fyrir hársvörðinn og skolað það úr, tekur þú það sem ég kalla SJAMPÓIÐ ÞITT, það er það sem er að gera eitthvað fyrir HÁRIÐ þitt.

Við vorum að tala um ljóst, frekar þurrt hár. Segjum bara að það sé týpískt íslenskt hár - mætti vera aðeins þykkara og kraftmeira. Þá ættum við að nota daglega sjampó sem gefur raka. Það er gott að gera það að reglu að þegar um sjampó og næringu er að ræða að byrja að bera í, nudda eða klípa hvernig sem er en að byrja neðst á hárinu og vinna sig upp að hársverði, því í endana viljum við helst fá rakann eða viðgerðina. Fyrir þessa hártýpu myndi ég jafnvel mæla með að eiga þriðja sjampóið sem er mun léttara eða eitthvað sem við köllum Volume eða Thickening. Það væri gott að nota inn á milli með hinu ef við viljum alls ekki þyngja hárið neitt, kannski að fara í boð, þá eru engir sénsar teknir. 

Fyrir nánast allt hár sem er eitthvað efna meðhöndlað verð ég svo að mæla með að nota öðru hvoru hármaska eða djúpnæringu. Notaleg stund á sunnudegi með maska í hárinu og jafnvel andlitinu í leiðinni getur ekki klikkað. 

Það sem ég er að reyna að koma frá mér í þessu er að við verðum að eiga fleiri en eina vöru sem vinnur hver um sig á sitthvoru dæminu. 

Það kemur oft fyrir að splæst er í rándýrt sjampó og eftir 2-3 vikur hefur þú á tilfinningunni að hárið sé ekki að höndla það. Það getur bara stundum alveg verið að hárið sé búið að fyllast af þeim góðu virku efnum sem sagt var að væru í vörunni. Þá er hún hugsanlega aðeins of mikið fyrir þitt hár EÐA að þú ættir að eiga annað með sem er léttara.

Ég ætla að taka nokkur styttri dæmi:

Sjampó eins og Colour Stay frá label.m ættu að vera mest seldu sjampóin alltaf, því svo margir eru með litað hár. Þau læsa litinn inni í hárinu þannig að hann rennur ekki eins úr en þau á ekki að nota eingöngu því í þeim eru efni sem herða og styrkja og ef við erum með þurrt hár viljum við nota vöru á móti sem gefur góðan raka. 

Hár sem á til að brotna þarf að passa að hlaða ekki um of af vörum með prótíni því þá getur það jafnvel brotnað hraðar. Gott er að vera með góða raka vöru með en prótín er nauðsynlegt til að byggja upp kraft og styrk. 

Það er mjög algengt að þeir sem eru með krullað eða liðað hár haldi að þeir eigi nánast bara að nota krullu sjampó. Auðvitað og það er flott og gerir það að verkum að krullurnar verði meiri, en eins og þeir vita sem eru búnir að stúdera þetta vel er ansi margt sem þarf að huga að og er það efni í aðra og lengri grein. Það getur verið gaman að nota eitthvað sem heitir Anti Frizz eða Smoothing sjampó í krullað hár því það mýkir og róar. Þarna eru tvö dæmi um mismunandi sjampó og auðvitað helling annað hægt að nota. 

Svo þetta endi sem blogg en ekki heil bók ætla ég að hætta núna en vona að þið hafið lært eitthvað af þessu. Aðal málið er að eiga nokkrar vörur til að velja úr og breyta til eftir tilefni, nota gæðavöru þó hún kosti meira (en við vitum að við þurfum minna magn af gæðavöru) og síðast en ekki síst að fá ráðleggingar hjá þínum fagmanni og nýta tímann vel á meðan er verið í klippingu og fara yfir þetta. Það er svo gaman að fá réttar ráðleggingar og vera ánægður með hárið sitt. 

Baldur Rafn


Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

Það er nú bara þannig að við karlanir eru jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími fór samt sem áður að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils. Segjum að svo sé, þá eru 20 ár ágætis aðlögunartími fyrir þessi örfáu trix sem ég ætla að impra á fyrir karlmenn, hvort sem við köllum okkur,unga, gamla, metro, mjúka, grjótharða, samkynhneigða, gagnkynhneigða eða bara allur pakkinn.  

 

  1. Hárið er auðvitað guðs gjöf en gallinn er að stundum endist sú gjöf ekki alveg út ævina og oft mun styttra en það, og eins og við vitum þá eru margir þættir sem gera það að verkum sem ég ætla ekki að þreyta ykkur á að blaðra um en það vinsælasta þar eru bara blessuð genin sem okkur voru gefin.  
    Við erum bara oft svo andskoti erfiðir að taka ráðleggingum og fara eftir leiðbeiningum að þó við séum jafnvel með einhver super efni sem eiga að hjálpa til þá fylgjum leiðbeiningunum ekki nóg til að virkni sé eins og á að vera.  
    Báðir afar mínir voru komnir með þunnt hár og einhverskonar skalla milli 30-40 ára og því myndi ég áætla og hef alltaf haldið að það sama myndi gilda um mig.  
    Ég vil trúa því að fyrst þetta sé mitt fag og að ég hef alltaf notað góðar vörur hafi ég náð að lengja minn frest á að missa meira af hárinu, ég held að það sé allavega þess virði að reyna eins og hægt er. Það sem ég er að nota núna og í ansi góðan tíma eru vörur frá Davines sem eru sérstaklega með það markmið að styrkja, herða, auka hárvöxt og minnka hárlos. Þetta er smá system en ef það virkar er ég alveg til. Þetta eru þrjú efni, sjampó, lotion sem ég set í á morgnana og ákveðnir dropar á kvöldin. Þetta er úr línu sem heitir Energizing í Davines. 
    energizing-shamp-250ml
  2. Það er algjörlega eitt sem ég er búinn að berjast fyrir í ansi mörg ár hjá karlmönnum en það er að blása/þurrka hárið eftir sturtuna og setja Sea salt, Thickening tonic eða álíka efni í á undan. Ef þetta er gert verður hárið mun þéttara, lyftist frá hársverðinum og endist mun lengur.  
    Með þessu þarftu líka að nota mun minna af mótunarefnum eins og vöxum og gelum. 
  3. Svo er það skemmtilegasta leynitrixið mitt með Dry Shampoo Brunette. Hversu næs er það að geta spreyj aðeins í skallann og BÚMM! -skallinn farinn. Það sem gerir þetta magnað er að þetta er þurr sjampó þannig að þegar þetta er þornað á u.þ.b. 1 mínútu þá finnur maður ekki að það sé eitthvað sé í hárinu. Það er bara einn litur til í þessu en honum er hægt að stjórna ansi vel eftir hversu mikið maður notar og hversu nálægt maður fer þegar maður spreyjar. Það er ekki hægt að nota þetta í blautt hárið og best ef maður er búinn að þurrka það og ef á að setja vax líka er oft bara best að vera búinn að því. Þetta efni er jafnt fyrir karla og konur og ég nota það til að fríska uppá litinn eða hylja gráu hárin eða rótina ef einhverjir dagar eru í næstu litun.  
  4. Skeggið er eiginlega meira stúss en hárið og hugsanlega út af því að við erum oft ekki eins vanir að vinna með það en ég vil meina að það er eins mikið höfuð djásn eins og hárið sjálft og því gott að gefa sér smá tíma að læra aðeins inná það.  Oft á tíðum vilja menn verða þurrir í skegg rótinni, þá er gott að hafa í huga að rótin eða húðin undir skegginu er bara húð eða eins og hársvörður og þarf stundum að næra með einhverjum olíum og ef það er kominn þurrkur þá er t.d. algjör snilld að nota Purifying Sjampó frá Davines. Það er fyrir þurran hársvörð og virkar alveg eins á skeggið og háriðÞað er gott að setja olíu eða krem áður en skeggið er blásið, það fær skeggið til að hlýða betur. Hjá mér í uppáhaldi núna eru þrjú efni sem svínvirka fyrir mig.

    • Olía sem ég set fyrst í til að fá raka í skeggið og í húðina, hún er frá merki sem heitir Brooklyn Soap Company. 
    • Grooming Cream frá label.m er krem set ég næst sem gerir meira úr skegginu og fær það til að hlýða betur þegar ég bs það. 
      LabelMen_Grooming_Cream_Tube_100ml-bs-7540
    • Sculpting Pomade frá label.m er algjör snilld til að setja yfir í lokin til að móta það, báðar vörurnar númer 2 og 3 eru líka frábærar í hárið þitt. Sculpting Pomade er eins og gæjarnir í Mad Men þáttunum notuðu líklega, þar sem hárið er blásið flott og svo er það sett yfir til að fá súper glans og hald.
      MadMen
  5. Auðvitað ef á að taka lúkkið alla leið þá er alveg í lagi að fá smá tan.  
    Það sem er magnað við Marc Inbane er að það er svo rosalega auðvelt að bera á og erfitt að klúðra. Það vinnur með þínum húðtón og má segja að þú verðir bara eins og þú hafir verið í nokkra daga á Tene. Það verður ekki flekkótt þegar það fer að fara, það er mikill plús. Annar risa plús fyrir mann eins og mig með ljósar augabrúnir og á sumum stöðum ljóst í skegginu er að tanið festist ekkert í því og verður appelsínugult, það sér maður ansi oft og er ekkert sérstaklega spennandi nema maður elski appelsínugulan, ég nefni engan á nafn en ég á vin sem ég held að elski þann lit, hugsanlega nefni ég þetta pent við hann næst þegar við fáum okkur kaldan... Marc Inbane er hægt að kaupa í netversluninni: www.marcinbane.is og á sölustöðum víðs vegar um landið. 
    Ég á alltaf aðeins extra ef þarf til, en það er dagkrem með smá lit í, það getur reddað ótrúlegustu hlutum ef tanið dugar ekki alveg. 
    SJT_med_brusa
  6. Augndropar, veit ekki hvort ég má mæla með þeim en geri það nú samt því að fá fersk augu eftir eða fyrir erfiða helgi er alveg ágætt og gott að hafa á kantinum. 

Held að þetta sé komið gott í bili fyrir okkur strákana og vona ég að einhverjir örfáir hlutir hafi höfðað til þín og vonandi nýtist þér vel.  

Bestu kveðjur 
Baldur Rafn 

 


Góður grunnur gerir gæfumuninn - ROD VS 11 krullujárn

Ég fékk hana Ingibjörgu Egilsdóttur til að vera módel fyrir mig fyrir þetta magnaða járn, hún glæsileg,  með mikið og flott hár, og var því mjög gaman að vinna með henni.  

Það sem ég vill leggja áherslu á enn eina ferðina er grunnurinn svo liðir haldist út kvöldið eða lengur.

Þó góð efni og hitatæki séu notuð til að blása eða vinna hárið þá er gríðarlega mikilvægt að vera með rétt sjampó og næringu. Með réttu vali á því er hægt að fá meiri kraft, glans, mýkt, minnka „frizz“ eða hvað það allt er sem þarf að leggja áherslu á. Ég ákvað að nota í hana lúxus frá Label.m, Therapy Rejuvinating sjampó og næringu sem er stútfullt af próteinum og andoxunarefnum sem gefa hárinu mikinn styrk. Nýtið ykkur þekkingu ykkar hár meistara og fáið ráðgjöf á því sem hentar þínu hári.

  1. Þó maður vilji stundum ekki of mikið „púff“ í rótina er allveg gríðarlega mikilvægt að fá svolitla lyftingu og þá skiptir efnið miklu máli. Ég setti Volume Mousse frá label.m í rótina en hún er svokölluð, þurrfroða, sem þýðir að rótin verður örlítið stamari en með mörgu öðru, hárið fitnar síður og lyftingin helst lengur og auðveldara að stjórna henni. Þessu efni spreyja ég í rótina og u.þ.b. 10 cm inn á hárið en það fer alveg eftir hvað hver og ein fílar og vill mikla lyftingu.
  2. Næst er það hitavörn, það er ekki hægt að tala nógu oft um það hversu mikilvæg hitavörn er. Fyrir utan það að hún ver hárið, þá róar hún hárflögurnar þannig að þær láta betur að stjórn. Það er oft talað um að í blástursefnum alveg eins og ég nota í mitt módel að það sé hitavörn í þeim. Það er rétt en sú vörn er hugsuð sem vörn þegar hárið er blásið með blásara. Blásara hiti í góðum hárblásurum er oftast á bilinu 150-190 gráður en í dag eru tæki eins og sléttujárn, keilur og önnur góð hitatæki að hitna upp í 210-230 gráður. Að eiga þetta eina auka efni sem maður heldur oft að maður þurfi ekki að eiga getur bara skipt ansi miklu máli þegar allt kemur til alls.
  3. Nú er það mitt uppáhalds efni fyrir allan blástur en það heitir, Blow out spray. Það má segja að það blási út hárið og geri meira úr því, þó það geri það þá hentar það í nánast allt hár sem á að blása með bursta eða nota hitajárn því hárið einfaldlega hlýðir betur. Margir hafa heyrt mig kalla þetta undraefni „hlýðnisprey“. Ef þú hefur ekki prófað, máttu treysta þessu.
  4. Nú er blásturinn kominn og grunnurin orðinn fullkominn, það eina sem er eftir þar fyrir þær sem vilja er að setja örlitla olíu í endana til að mýkja þá aðeins en bara lítið, of mikið af olíu getur líka þyngt hárið. Það trix sem ég ráðlegg að gera alltaf þegar kemur að olíum í hár er að setja það magn sem þú telur vera rétt í lófann eins og vanalega en að nudda henni í hendurnar og handabakið allveg ins og þú myndir nota handáburð, þá ertu komin með það magn sem þú ættir að nota enda. Ef þú ert með alvöru góða olíu er hún líka góð fyrir hendurnar þínar og smýgur inn og nærir þær með sínum efnum í leiðinni.
  5. Þegar farið er að liða má hafa í huga að alltof oft gera dömur of mikið vesen úr þessu og gera of mikið. Það er auðvitað oft sem gaman er að gera allt eins og ég er að gera við Ingibjörgu núna en það er líka geggjað að taka bara nokkra lokka til að tvista aðeins og breyta til eins og það er líka flott að setja nokkra lokka í krullað eða liðað hár, það gerir það partyhæft með örfáum snúningum.
  6. Rod 11 nýjasta járnið í safni HH Simonsen. Það sem gerir það spennamdi og frábrugðið öðrum er að það er eins og sívalningur í laginu sem gerir það að verkum að liðirnir verða lengri og má segja aðeins teygðari en öðrum keilum eins og t.d.ROD 3 eða4 við það helst lengdin aðeins meira. Fyrir utan það að liðirnir koma ofboðslega mjúkir og fallegir út þá styttist það ekki eins mikið, sem gæti heillað margar dömur.
  7. Það má alltaf hafa í huga þegar liðir eða krullur eru gerðar með keilum að ef þú vilt enþá meiri kraft og sterkari áferð er gott að spreyja hársprey í lokkinn áður en járnið er sett í, mitt uppáhalds efni fyrir það heitir Hold and Gloss og gerir eins og nafnið segir hald og glans.
  8. Þegar krullerí er komið og öll þessi grunnvinna og góðu efni eru komin í hárið er ansi mikið í boði sem hægt er að gera eftir því hvaða stemning er framundan. 1. Láta það nánast vera eftir allt þetta og setja smá glans eða álíka vöru. 2. fara inní það með höndunum inn að höfði og hrista, þar er mjög mikilvægt að fara sömu leið út til að ýfa hárið ekki. 3. draga hárið saman þar til er komið út í enda með einhverja létta vöru t.d. olíu, létt vax og hrista nokkuð vel. 4. Það sem ég endaði á að gera við Ingibjörgu og er eitt af mínu uppáhalds en það er að greiða vel í gegnum hárið, þá meina ég vel og allstaðar en það er gríðarlega mikilvægt að hafa réttan bursta þegar þetta er gert. Þeir burstar eru oft kallaðir svínshára burstar, ég segi oft að þetta sé burstinn sem Mjallhvít notaði þegar hún sat við spegilinn og greiddi sér eins og allir muna hahaha. Það sem þessir burstar gera er að róa hárið og gefa því glans. Þeir eru oft líka kallaðir kvöldburstar en það er munur á þeim og flækjuburstum sem geta allveg virkað í þetta en þeir eru meira til að losa flækjur, bestir í blautt og hárið rafmagnast frekar ef þeir eru notaðir svona í þurrt hárið. Sá sem ég notaði er algjörlega magnaður og heitir Smooth Brush frá HH Simonsen.
  9. Eftir allt þetta stuð er svo fíneseringin, það eru endalausar leiðir líka þar sem hægt er að gera til að fá þá fullkomnu útkomu sem þú vilt. Það sem ég ákvað að nota til að fá okkar útkomu voru örfá efni og nefni ég nokkur af þeim. Wax spray til að fá mjúka silki áferð með smá mótun, aðeins extra af Shine Mist til að fá auka gljáa, Wax stick til að ná niður litlu hárunum sem skjótast oft upp og er oft aðeins vesen með við andlitið, þetta efni er snilld því þá þarf ekki að fara beint með puttana í hárið sem stundum vill bara flækja og rugla. Svo ef maður vill er hægt að enda með smá Hairspray eða Texturising Volume spray, passa bara að nota ekki of mikið því við viljum ekki skemma alla þessa vinnu sem við erum búin að gera og við viljum að hárið sé létt og hreyfist eðlilega og fallega. 

Ef þú hefur haft gaman og vonandi gagn að þessum pistli og æfir þig nokkrum sinnum (ekki rétt áður en þú ferð út á lífið) þá ertu eiginlega komin með háskólagráðu í Rod 11 og því sem hægt er að gera til að fá fullkomið hár með hjálp örfárra uppáhalds efna sem ég gæti ekki verið án.

Takk fyrir mig

Baldur Rafn


Krullur eru komnar til að vera

Krullurnar kæta og eru komnar til að vera. 

Náttúrulegar krullur og liðir hafa smátt og smátt verið að koma meira í tísku aftur en óhætt er að segja að það hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil stemmning fyrir krullum og liðum eins og núna. Til að svara þessari tískuþróun þá eru framleiðendur á hárvörum búnir að leggja sig alla fram í að þróa nýjar og fullkomnari vörur sem eru til þess eins gerðar að dekra og dúlla við snúnu og liðuðu lokkana.  Til að halda krullum og liðum heilbrigðum þá þarf sérstaklega að huga að því að nota réttu efnin og eins hafa það í huga að því krullaðara sem hárið því þyrstara er það. Það þýðir að krullað og liðað hár á auðveldara með að verða þurrt og þarf þar að leiðandi raka og meiri raka og enn meiri raka. Aðalástæðan fyrir þessu er að krullað hár er opnara og missir því raka mjög fljótt. Flestir geta verið sammála því að heilbrigt krullað hár getur verið einstaklega fallegt og mikil höfuðprýði og með nokkrum einföldum ráðum getur þú gert krullurnar þínar ennþá fallegri og líflegri.

Það er sem betur fer liðin tíð að þeir sem eru með krullur og liði þurfi að vera að halda hárinu frá reglulegum hárþvotti. Það hélst í hendur með því að það voru ekki til nógu og sérhæfðar vörur fyrir krullurnar og það gerði það að verkum að krullurnar urðu meira og meira „frizzy“ því oftar sem þær voru þvegnar. Það getur verið ansi óþæginlegt fyrir þá sem eru til dæmis virkir í ræktinni eða hreyfa sig að þurfa að takmarka hárþvott. Sérhönnuð krullusjampó eru til þess gerða að hámarka krullurnar, framkalla glans, loka hárinu og læsa rakann inni og byggja upp hárið. Það sem hentar einnig í krullurnar en ekki allir vita af eru vörur í flokknum „Anti-Frizz“. En þær vörur eru gerðar til þess að róa hárið án þess að að þyngja það, gefa því glans og eru einnig mjög uppbyggjandi. Varist þó að rugla saman við vöruflokka sem falla undir Smoothing og Sleek en það er frekar ætlað fyrir hár sem á að slétta úr eða róa mikið og gæti því þyngt krullurnar. Það er alltaf best að fá ráðleggingar hjá hárgreiðslumeistaranum þínum um hvaða vörur þú ættir að nota í hárið þitt svo það haldist heilbrigt.

Þá er það rakinn. Hvernig vökvar maður svona þyrsta lokka. Jú það er gert með því að velja góða hárnæringu og djúpnæringu sem róa, veita raka og loka hárinu. Notaðu ríflega af næringunni og berðu vel í allt hárið það er að segja í lengdir og út í endana en forðastu að bera næringuna í hársvörðinn. Mikilvægt að leyfa að næringunni að liggja í hárinu í nokkrar mínútur áður en þú skolar til að leyfa hárinu að drekka í sig næringarefnin. Djúpnæringu eða maska er oftast nóg að nota í þriðja til fjórða hvern þvott. Til að ná hámarksvirkni þá þarf að skipta hárinu niður í nokkra lokka og mjólka maskann vel inn í lokkana. Látið bíða í hárinu eins og stendur í leiðbeiningunum en yfirleitt eru það um 10 – 20 mínútur. 

Þegar komið er að því að greiða krullurnar þá þarf að hafa nokkur atriði í huga til að ýfa þær sem minnst. Þá er best að greiða niður úr krullunum á meðan hárið er enn blautt og þá skaltu nota grófa greiðu eða þar til gerða flækjubursta. HH Simonsen eru með snilldar flækjubursta sem eru sérstaklega gerðir til að nota í sturtunni. Þeir eru með götum á bakinu til þess að vatn festist ekki inn í púðanum þar sem það getur farið að úldna. 

Þegar búið er að dekra við krullurnar eða liðina og greiða létt í gegnum blautt hárið skaltu láta vera að fikta í því á meðan það er að þorna því það gerir hárið bara úfið. Ef vilt þurrka hárið með blásara skaltu hafa nokkur atriði í huga. Númer eitt, tvö og þrjú er að nota góða hitavörn. Notaðu hárblásara sem er með kælitækka en gott er að skiptast á að nota hita og kulda þegar verið er að þurrka hár hvort sem það er krulllað eða ekki. Það gefur hárinu extra kraft, meiri glans og heldur blæstrinum lengur. Til að fullkomna blástur á krullum er best að hafa dreifara framan á blásaranum til að gefa krullunum meiri fyllingu og leyfa lengdinni að þorna náttúrulega. Ef þú ert að fara að endurnýja hárblásarann þinn þá ættir þú að hafa í huga að nýji blásarinn sé gæddur Innrauðri tækni en sú tækni dregur úr úfningi og rafmögnun sem er hollt og gott fyrir allar hárgerðir og er virði hverrar krónu.

Ef þú vilt taka dekrið á krullunum alla leið er gott að leyfa lokkunum hvílast á satínkodda. Nú ertu með fullkomna afsöknun til að fjárfesta í góðu koddaveri. Satín koddaver sem eru sleipari en hefðbundin bómullar koddaver fara betur með hárið. Þetta á reyndar við um allar hárgerðir.

Eitt gott ráð að lokum. Vertu viss um að hver sem klippir þig kunni á krullur. Það mætti segja að það væri fag út af fyrir sig að vera fær í að framkvæma hina fullkomna klippingu í krullur. Það skiptir miklu máli að notast við réttar aðferðir þegar framkvæmdar eru sérmeðferðir eins og þegar á að lita krullað hár svo hárið skaðist ekki meira en þarf. 

Sem betur fer erum við svo heppin hér á Íslandi að hér finnast hárgreiðslustofur þar sem fagfólkið hefur tekið krullur og liði það alvarlega að þau eru meira að segja með sérhæfð skæri í lokkana þína. Það sakar ekki að spyrjast fyrir um hvaða stofur hafa krullusérfræðing á sínum snærum.

Ég vona innilega að þessi ráð hjálpi einhverjum. Þetta eru örfáar punktar sem gott er að fara eftir en auðvitað er endalaust hægt að bæta við þegar kemur að því að dekra við hárið. En eins og ég segi alltaf þá er ráðgjöf, ráðgjöf, ráðgjöf það allra mikilvægasta til þess að ná því besta fram úr hárinu þínu svo það sé sem heilbrigðast og fallegast.


Leiðir til að fá meira ,,volume" í hárið

Stórt og umfangsmikið hár er eitthvað sem ansi margar konur langar í. Það eru til mörg trix, tæki, tól og vörur til að fá meiri fyllingu í þunnt, líflaust, fíngert eða jafnvel hvaða hár sem er.

Hér eru nokkur af mínum helstu ráðum: 

Það er stundum sagt að „volume“ sé í tísku, en eins og svo margt þá er það inni núna og úti eftir einhvern tíma og svo, þið fattið. Það eru reyndar bara örfá tímabil og eiginlega bara eitt sem mér dettur í hug þar sem „volume“ var engan veginn málið. Það tímabil er hippatíminn eða blómatímabilið, einhversstaðar í kringum 1968 og ég þakka kærlega fyrir að hafa ekki ætlað á toppinn í mínu fagi þá. Á þeim tíma virðist allt hafa verið í lagi og reyndar eins og allir vita var líka ýmislegt í gangi sem sljóvgaði skilningarvitin hjá sumum. Sítt, sítt, sítt, krullur, liðir, upplitað hár, ólitað hár, lítil sjampónotkun og ekki vottur af volume.

Þarna var enginn að spá í vörum og dóti eins og Thickening Shampoo, Volume Shampoo, Volume Mousse, Blow out spray, Sea salt spray, lyftidufti fyrir hár, Dry Shampoo, Texturizing Volume spray, Thickening Tonic, Volume Creator, Volume iron, vöfflujárni, túberingabursta, rúllubursta, hártækjum með Ionic tækni.

Í dag er nefnilega til alveg endalaust af vörum sem hjálpa til við að ná hinu rétta „volume“. Það er reyndar alveg magnað hversu snögg þróunin hefur verið í vörum á þessu sviði og örugglega margir sem muna þegar það var ekki svo margt hægt að fá, þrátt fyrir að úrvalið sé endalaust í dag.    

  1. Sjampó sem gefur hárinu kraft og gefur „volume“.
  2. Notaðu góðan blástursvökva. Þannig lyftirðu hverju hári upp við rótina.
  3. Góður hárblásari með Ionic tækni og alvöru hringbursti. 
  4. Túbering, lyftiduft, volumerótarjárn.
  5. Texturizing spray, hárspray.

Eitthvað af þessu gæti hjálpað þér. Ef þú átt ekkert af þessu er kannski ekkert skrýtið að hárið þitt sé flatt. 

Það er alveg gríðarlega mikilvægt í þessu öllu að vera með hárvörur sem passa fyrir þitt hár og því nauðsynlegt að fá ráðgjöf hjá þínum hármeistara. Það er ekki gömul lumma eða saga að það sé gott að eiga 2-3 gerðir af sjampói. Létt dæmi sem er mjög algengt. Þú ert með týpískt íslenskt hár sem er líklega ekki eins þykkt og þú myndir vilja. Það er búið að lita það alveg ljóst eða með strípum í nokkur ár og það fitnar hugsanlega fyrr í rótinni en þú myndir vilja. 

Þarna erum við að tala um:

  1. Sjampó/vörur sem koma jafnvægi á og hreinsa hársvörðinn.
  2. Sjampó/vörur sem byggja upp raka, styrk og glans.
  3. Sjampó/vörur sem þykkja eða gefa „volume“.

Það er hellingur að spá í og margt sem maður þarf að eiga en maður á það líka lengi og byrjar aldrei á öllu í einu. Það er því miður ekki þannig að einn brúsi geri allt „djobbið”, þó að það væri óskandi.

Eins og í öllu þá gildir þetta: Ef grunnurinn er góður eða traustur verður það sem á eftir kemur betra. Það eru til allskonar töfralausnir sem poppa upp reglulega. Sumar af þeim virka jafnvel að einhverju leyti, EN ég er sannfærður um að með réttu prógrammi og réttu efnunum sem þinn hármeistari ráðleggur þér og þú notar eins og sýklalyf (þar sem þú ferð eftir leiðbeiningum læknis) gerast hlutirnir betur til lengri tíma litið. 

Mig langar til að deila með ykkur minni uppskrift að því hvernig ég næ „volume“ í blæstri.

Þvo hárið vel og ekki nota rakasjampóið og næringuna þína, það notar þú hina dagana eða þá sem þú ætlar ekki að vera með allt „volume“-ið. Næring bara rétt í elstu endana og alltaf skola vel eða eins og minn meistari sagði, þangað til þú ferð að heyra brak hljóð í hárinu, en þá má hætta að skola. Strax eftir að þú ert búin að þurrka hárið með handklæðinu skal setja blástursvörurnar í og byrja að blása. Ef þú bíður lengi þá fer hárið að þorna eins og það vill og ræður ferðinni, ekki viljum við það. 

Það er líka nauðsynlegt að fá ráðgjöf varðandi blásturs- og mótunarvörurnar því það þurfa ekki allar hártýpur það sama. Enn frekar viljum við fá að vita með ráðgjöf hvað þarf í rótina, mitt hárið og svo endana. Einmitt, hellingur af allskonar EN, við viljum hafa þetta í lagi. 
Volume Mousse í rótina, Blow Out spray í lengdina og ef hárið er t.d. lengra en fyrir neðan kjálka þá er stundum ágætt að setja örlitla olíu eða krem til að mýkja endana aðeins (ekki nauðsynlegt). 

Þegar efnin eru komin í er gott að snúa sér aðeins á hvolf og djöflast á rótinni, það ruglar í skiptingunum sem hárið vill leita náttúrulega í. Þegar rótin er orðin nokkuð þurr er það gamli góði hringburstinn en auðvitað eru til allskonar ofurburstar sem er gott að vinna með. Þær sem vilja slétt en volume gera nákvæmlega eins en þær geta líka notað slétta bursta, oft kallaðir „paddel" eða blástursburstar fyrir slétt hár. 

Það má alveg nefna snilldarbursta sem eru sérstaklega góðir fyrir hár sem er ekki of sítt ca axlir og allveg stutt. Þeim er stungið í samband við rafmagn og hitna álíka mikið eins og sléttujárn. Þegar þeir eru notaðir er hárið þurrkað fyrst með blásara og fingrunum og svo er þessi magnaði bursti notaður eftir á. 

Þegar þessi góði grunnur er kominn er það loka „touch-ið”.

Þar er margt hægt að gera og endalaust af tækjum og efnum til. Ein af mínum nauðsynlegu græjum sem allar dömur ættu að eiga og ég giska á að 80% af flugfreyjum eigi er galdrasprotinn minn eða túberingaburstinn. Hann er ekki bara góður við að túbera og fá fyllingu og þéttleika, heldur einnig snilld til að eiga við erfiða sveipi. Lítið vöfflujárn eða volume iron er algjört trix (fáðu að prófa næst þegar þú ferð í klippingu). Það er notað rétt í rótina þar sem þú vilt, og BÚMM, mega lyfting sem rennur ekki úr. 
Eftir allt þetta eru það efnin góðu. Ég gæti ekki greitt hár án mest selda efnis label.m Texturising Volume spray sem er hárspray og þurrsjampó í sömu dollu, notað eins og hárspray. 

Það er líka hægt að nota bara hárspray, smá vax eða olíu/glansspray í endana.
Enn og aftur segi ég, ráðgjöf frá fagmanni er algjörlega málið svo hægt sé að velja það rétta fyrir hvern og einn, því það eru tugir eða hundruð efna í boði. Þær vörur sem ég talaði um eru auðvitað mínar uppáhalds og eru úr línum label.m og Davines. 

Ég vona að þú hafir haft gagn og gaman af þessari lesningu sem ég hefði getað lengt um helming með því að skoða hverja hártýpu fyrir sig. Sem betur fer er það ekki nauðsynlegt því við erum heppin á litla Íslandi að hafa gott fagfólk út um allt.

rosie

Rosie Huntington-Whitely er með fallega lyftingu í hárinu

Label M_Can_200ml_Texturising Volume Spray-bs-6017

Texturising Volume Spray er undur í dós sem hefur bjargað ansi mörgum í baráttunni við flata hárið. 

Turnbrush-L copy

Góður hringbursti hjálpar til við að búa til „volume“ í hárið. 

Midi_volume_iron copy

Lítið vöfflujárn gefur hárinu aukna lyftingu sem lekur ekki úr


Hvað á að gera þegar hárið brotnar?

Nú er „BLONDIE“ tíminn að koma

Mikil efnameðhöndlun, aflitun og ýmiskonar hlutir geta valdið því að hárið fer hreinlega að brotna. Það getur verið ansi „scary“ moment þegar þú fattar að þú ert búin að missa alla stjórn á þessu og lokkarnir halda áfram að styttast. Þetta er stundum kallað Chemical Cut af því það er eins og efnin sem hafa verið notuð hreinlega klippi af hárinu án þess að þú hafir nokkuð um það að segja. 

Til að aflita eða lýsa hár eru notuð nokkuð sterk efni í flestum tilfellum og er það mjög einstaklingsbundið hversu vel hárið höndlar það. Það skiptir líka máli að nota gæða aflitunarefni eða liti (ó nei, þetta er sko ekki allt sama sullið). Þegar aflitun eða ljósu hári er viðhaldið er ítrekað verið að lita ofan í rótina. Það gerir það að verkum að efnin dragast út í það hár sem þegar er aflitað. Stundum er það hreinlega of mikið, sérstaklega ef hárið er viðkvæmt fyrir. Það er þó ýmislegt sem hægt er að hafa í huga, og í þessu eins og öllu sem við tölum um er það ráðgjöf fagmannsins sem skiptir mestu máli. 

Hárgreiðslufólk lendir stundum í því að þurfa að mæla gegn því að fólk afliti hárið, til dæmis ef það er mjög þurrt og fagmaðurinn metur það sem svo að það sé of áhættusamt að aflita það. Það er samt alveg merkilegt að stundum, þrátt fyrir ráðleggingar fagmannsins vill fólk bara fá ljósa litinn sinn „bara einu sinni enn...". Svo var það bara þetta síðasta skipti sem var meira en hárið höndlaði og hárið byrjar að brotna. Þess vegna segi ég, byrjaðu tímann þinn með hárgreiðslumeistaranum á góðu spjalli og faglegri ráðgjöf.

Það er gott ráð að undirbúa hárið með góðri næringu og rakameðferð áður en þú hyggur á aflitun. Það getur bara verið huggulegt „trít" að smyrja smá maska í hárið, setja hárið í handklæði og horfa á einn sjónvarpsþátt. Hárið á alla vega eftir að þakka þér. Gerðu það einu sinni í viku í nokkur skipti og sjáðu hvort þú finnir ekki mun á hárinu. 

Þegar þú ert búin/n í aflitun er mikilvægt að byggja hárið upp með raka og próteinum. Hárið er gert úr próteinum og þess vegna þarf það prótein eins og raka. Það eru til ýmis konar prótein sprey og krem sem gera hárinu mjög gott. Þinn fagmaður ætti að geta ráðlagt þér um hvað sé best fyrir þig. Hitavarnir þarf auðvitað ekki að nefna og þær á ekki að spara.

Stundum dugar ekki að ofhlaða hárið af próteini ef hárið er mjög viðkvæmt. Þá brotnar það þrátt fyrir meðferð. Raka og prótein uppbygging þarf að vera úthugsuð. Nei, þetta eru engin geimvísindi, en fáðu ráðgjöf hjá þínum hár snillingi. Það var til dæmis ótrúlega algengt að dömur sögðu, ég svaf bara með djúpnæringuna/maskann og héldu að þær væru að bjarga öllu hárinu á einni nóttu. En það kom alveg fyrir að hár brotnaði líka ef daman var með mjög viðkvæmt og brothætt hár ef djúpnæringin/maskinn var mjög prótein mikill. Ég hef alltaf hugsað þetta svona: Prótein herðir, styrkir og ver, svipað og það sem við setjum ofan í okkur. Raki mýkir, gefur glans og eykur teygjanleika, eiginlega eins og gott dagkrem. 

Þegar sú staða hefur komið upp hjá kúnnunum mínum að hárið sé að brotna hef ég alltaf fengið þá spurningu hvað þurfi að klippa mikið af hárinu og hversu lengi er það að vaxa?

Við erum alin upp við þann misskilning að hárið vaxi hraðar ef það er klippt. Hárið myndast af dauðum þekjufrumum sem myndast í hársekknum í sífellu. Þessar þekjuvefsfrumur hyrnast svo og deyja og þrýstast út í ræmum sem við köllum hár. Svo myndast nýjar og nýjar frumur í rótinni og gömlu dauðu þrýstast út lengra og lengra út og hárið vex. Það er ekki þannig að hárið vaxi hraðar við klippingu en það lítur heilbrigðara og betur út og virðist því oft kraftmeira eftir á.

Hárið á þeim sem fara reglulega í klippingu síkkar samt hraðar. Nú haldið þið að ég sé orðinn ruglaður því ég var að segja akkúrat öfugt! En það er þannig að ef þú ferð sjaldan í klippingu þá fer hárið að klofna í endanum. Ef ekki er klippt þá heldur það áfram að klofna eins og prik sem er búið að kljúfa og stoppar ekki fyrr en búið er að höggva/klippa á og STOPPA. Þannig er nú það.

Ef ske kynni að sólin fari að skína þá skiptir jafnmiklu máli að verja hárið eins og húðina. Í dag eru í boði vörur sem eru hugsaðar útfrá sólinni, það er oftast heldur ekki neitt rugl í brúsa, það er útpælt stöff sem virkar ef rétt er notað.

Ég er 100% á því í svona málum að góðir hlutir gerast hægt. Það eru til allskonar töfralausnir, bæði einhverjar ofur meðferðir og vítamín. Það eru bara til dæmis tvö pínu lítil atriði sem hjálpa helling fyrir hár sem er að brotna. Þau laga ekki hárið eins og eitthvað af því sem ég er búinn að nefna heldur passa að við brjótum það síður. Hvað er það?

Góður flækjubursti er lykilatriði og auðvitað er ég núna að tala um The Wet Brush frá HH Simonsen. Það eru ágætis meðmæli með þeim snilldarbursta að 10.000 manns á Íslandi keyptu hann árið 2017! Hitt eru teygjur... það er eiginlega algjört no-no að nota teygjur ef hárið þitt er að brotna, en ef þú bara verður, veldu þá vel og prófaðu gorma teygjurnar, þær fást útum allt.    

Ég vona að ég hafi ekki hrætt neinn með þessu tali. Það er alveg óhætt fyrir flesta að aflita/lýsa á sér hárið án þess að eigu á hættu að það fari að brotna. En þegar fagmaðurinn segir að nú sé komið nóg, þá skaltu hlusta. Ég get alveg státað mig af því að á mínum góða hár ferli neitaði ég nokkrum sinnum að lita því hárið var ekki tilbúið, þeir viðskiptavinir komu allir aftur og treystu mér bara betur eftir þessa stæla eða það held ég allavega.

Nú er sumarið að koma og gott að BLOND-A sig upp!

Kv. Baldur Rafn 

 

 

 


Hárvandamálið sem enginn vill tala um

Þegar við tölum um hárið á okkur við vin, vinkonu eða hárgreiðslumeistara er það auðvitað oftast tengt forminu, litnum eða einhverri spennandi breytingu. Auðvitað er það þannig, því það er spennandi og gaman að breyta til eða að fríska upp á sig. Það finnst öllum, sama hvað hver segir. Auðvitað skiptir útlit hársins fólk mismiklu máli, en flestir vilja þó almennt líta vel út.

Það eru ansi margir hlutir sem við myndum vilja fá hjálp við að laga og finna lausnir á en við vitum oft ekki hvert á að leita eða hvernig á að snúa sér í svoleiðis málum. Flasa, feitur hársvörður, kláði, hárlos eða hár sem brotnar eru ansi algengir kvillar og flestir sem tengja við einhvern af þeim.

Hjá mér er það þannig að áður en ég fór að nota réttar vörur og gera hluti sem hentuðu mér og hársverðinum mínum, þá varð ég þurr í hársverðinum eiginlega áður en ég varð stressaður. Það var eins og hársvörðurinn eða húðin finndu á sér á undan mér að stress eða álag væri á leiðinni. Ég varð þurr og fékk þurra flösu við stress og álag. Þetta þekkja margir sem ég hef talað við. Það eru milljón ástæður sem virðast valda þessum leiðinlega kvilla. Hann fer ekki af sjálfsdáðum í flestum tilfellum, heldur verður bara meiri og meiri ef ekkert er gert. Það sama gildir þegar rangar meðferðið eða vörur sem eru notaðar. Góð og rétt ráðgjöf er algjört lykilatriði. 

Ég vil taka það fram svo enginn misskilningur sé, að ég er hárgreiðslumeistari að mennt en ekki læknir og það sem ég skrifa er byggt á minni reynslu úr hárbransanum. 

Hvað er flasa:

Flasa er dauðar húðflögur sem hrynja niður. Það er ekki bara pirrandi og óþolandi þegar fólk klæðist dökku að ofan, heldur getur flasa oft valdið kláða og pirringi. Það er að vissu leiti eðlilegt ferli húðarinnar við að endurnýja sig, en það er ekki talað um flösu þegar það ferli er innan vissra marka. 

Ástæðurnar fyrir flösu geta verið margar, eins og hröð myndun af húðfrumum, húðsveppur, stress, áföll, mataræði, skortur á fitusýrum, psoriasis eða exem. Þetta eru í raun bara nokkra ástæður en ég tel einnig að okkar þurra veðurfar og skjótar breytingar í veðráttu hafi mikil áhrif á þetta hjá fólki sem býr hérlendis. Þó allar hinar ástæðurnar og fleiri séu hugsanleg orsök og byrjun, þá vitum við ansi mörg að við verðum betri á sumrin og á ferðum okkar erlendis þar sem hiti og raki eru meiri. Það er nákvæmlega eins með húðina í mörgum tilfellum. 

Í dag eru flestir duglegir að nota krem og allskonar fínerí fyrir líkama og andlit. Fólki finnst sjálfsagt að bursta tennurnar kvölds og morgna og því ætti það að vera jafnsjálfsagt að hugsa um hársvörðinn daglega. Ekki vera að redda honum bara þegar eitthvað kemur upp á. 

Hvað getum við gert til að fá betri hársvörð?

Það eru til ýmis húsráð til að laga hársvörðinn. Til dæmsi að drekka vel af vatni, borða ávexti og grænmeti og taka fjölvítamín. Skortur á zinci og B vitamíni er ekki góður fyrir hársvörðinn  Ég sjálfur, eins og svo margir aðrir,  ætti hugsanlega að minnka stress og drekka meira vatn. Það sem kæmi sér líka vel fyrir mig væri að fara meira til útlanda þar sem hitinn og rakinn er meiri og stressið minna. Eins vel og það hljómar að vera bara alltaf í útlöndum þá er þurr hársvörður ekki nógu góð ástæða til að taka mér endalaust frí frá vinnu. 

Eftir að hafa haft fjölmarga viðskiptavini á hárgreiðslustofum mínum lærði ég nokkra hluti sem ég vildi að ég hefði lært fyrr. Stundum þegar kom að því að rukka fyrir þjónustuna kunni ég ekki við að selja þeim þær hárvörur sem ég vissi að myndu gera þeim gott af því reikningurinn var þegar orðinn hár. Ég sé núna að ég hefði ekki átt að hafa svona miklar áhyggjur af þessu því núna, mörgum árum eftir að ég hætti að klippa, rekst ég oft á gamla viðskiptavini sem segjast sakna þess að koma til mín, ekki bara til að koma í klippingu, heldur til að fá ráðleggingar um hvaða vörur þeir þurftu. Núna veit ég að þetta fólk þurfti ekki á því að halda að ég væri að hjálpa þeim að spara, heldur að velja fyrir það réttu hárvörurnar.

Það er bara þannig, að það er ekki eitthvað eitt sjampó eða vara sem gerir allt eða hentar öllum. Það er hugsanlega hægt að ljúga því að einhverjum, en mér líkar það ekki.

Það er margt sem ég er búinn að prófa og gera sjálfur og það sem ég skrifaði hér áður um heilbrigt mataræði er allt hið besta. Það er um að gera að reyna allt sem hægt er og passar hverjum og einum. Fyrir mig skiptir mjög miklu máli að nudda hársvörðinn vel og kröftuglega í baði eða sturtu, en það sem hefur gjörsamlega bjargað mér, og líklega hálfri þjóðinni, er vara frá Davines sem heitir Purifying Shampoo. Þessa vöru þekkja margir því það er selt meira af henni á Íslandi en mörgum af löndum með miljónum íbúa. 
Ítalirnir í Parma skilja ekki hversu mikið þeir senda til landsins, en þetta bara virkar. Purifying línan inniheldur áðurnefnt sjampó en síðan er líka hægt að fá gel. Þó þetta sé algjör töfralausn sem hefur bjargað mörgum er mikilvægt að hlusta á sinn fagmann um hvað sé best að nota fyrir hvern og einn. Ég vil oft lýsa þessu eins og pensillín kúr sem læknirinn skrifar upp. Við hlustum á lækninn og hlýðum því sem hann segir. Þetta er 6-8 vikna kúr þar sem þú notar sjampóið allavega 2 í viku og gelið ca 1 sinni í viku. Til að þetta virki hraðar fyrir mig þá nota ég á undan sjampó úr sömu línu sem heitir Detoxifying Shampoo og eins og nafnið gefur til kynna, hreinsar og undirbýr áður en hitt er svo notað.
Það er í góðu lagi að nota annað sjampó á milli eða þitt venjulega uppáhald. Það er þá það sem er að gera eitthvað fyrir hárið þitt á meðan hitt lagar hársvörðinn. Auðvitað vona ég að þú fattir að það er ekki í lagi að nota bara hvað sem er heldur eitthvað gott á móti eins og þinn hárgreiðslumeistari ráðleggur þér. 

Það eru margar vörur á markaðnum sem gera það sem þú heldur að þær geri og jafnvel taki flösuna, en ef þú svo mikið sem gleymir þér eða hættir að nota þær vörur, þá verður þú helmingi verri. Það viljum við ekki. Við viljum laga þennan kvilla og grípa svo inn í ef eitthvað fer að koma aftur en ekki að þetta verði ávanabindandi. 

Eins og með allt þurfum við að fá ráðgjöf og vita hvað við erum að nota í okkur. Þær vörur sem ég vitnaði í eru seldar á hárgreiðslustofum um allt land og margt annað í boði, en aðalmálið er: Ráðgjöf.

Takk fyrir að lesa en það er bara svo gaman þegar hægt er að vinna þessa helvítis flösu.

Kv. Baldur Rafn 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband